Nýtt lag frá Rihönnu, Kanye West og Paul McCartney

Fyrr í vikunni frumflutti Kanye West nýtt lag þar sem hann sjálfur, Rihanna og Paul McCartney samnýta krafta sína á hátíð sem ber nafnið iHeartMedia Music Summit Lagið sem ber nafnið FourFiveSeconds fékk strax mjög góða dóma en á laugardaginn gerði Rihanna okkur öllum greiða og setti lagið á netið.

Gleðin stóð þó ekki lengi yfir á YouTube, þar sem laginu var fyrst deilt – þar sem myndbandið hefur nú verið tekið út sökum brotar á höfundarréttalögum – en Rihanna svíkur ekki aðdáendur sína frekar en fyrri daginn og vísar á iTunes, þar sem hægt er að hlusta á þau Kanye og Paul McCartney taka þríleik saman.

Hér má svo hlusta á brot úr sjálfu laginu, en lagið kostar litlar 160 íslenskar krónur á iTunes – rennið músarbendlinum yfir og smellið á litla hátalarann í hægra horninu til að hlusta á hljóðbrotið! 

Tengdar greinar:

Eru Rihanna og Leonardo DiCaprio ástfangin á laun?

Rihanna ögraði heiminum árið 2014

Nýjasta myndband Paul McCartney með hjálp nokkurra vina

SHARE