Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar, Fyrir konur

Kristín Snorradóttir er menntaður Þroskaþjálfi en hefur bætt við sig menntun á sviði ýmissa meðferðaleiða. Hún hefur starfað í áratugi við meðferðun og hefur sett saman námskeið sem er mjög kröftug streitumeðferð.

Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar, Fyrir konur:

4 vikna námskeið byggt á hugmyndafræði jóga nidra, dáleiðslu og hugrænni atferlismeðferð.

Kynntar verða leiðir sem gagnast mörgum til að dýpka slökun enn frekar:
Tónheilunarskálar og hreint kakó mun dýpka slökun og fylla þáttakendur af vellíðan og auðvelda djúpa slökun.

Þátttakendur munu iðka og læra að iðka sjálfir djúpaslökun, sjálfseflandi hópavinna þar sem unnið er út frá hugrænni atferlismeðferð og kenndar aðferðir til þess að draga úr streitu og finna leið til kyrrðar.

Jafnframt er lögð áhersla á að fræða og styðja við hópinn til að koma jafnvægi á 5 grunnþarfir: Svefn, slökun, matarræði, hreyfing og félagslegi þátturinn.

Þáttakendur fá öll námsgögn og gert er ráð fyrir heimaæfingum til þess að ná betri tökum á djúpslökun og sjálfseflingu.

Einungis 5 konur í hverjum hóp með því að hafa litla hópa næst betri meðferðarheldni og hópurinn fær einstaklingsmiðaða nálgun sem og nálgun sem hópur.

 Námskeiðin eru á eftirfarandi tímum:

Mánud og föstud kl 11 til 13

Mánud og miðvd kl 18 – 20

þriðjud og fimmtd  kl 17.30 til 19.30

Sjá meira: hvernig-lysir-medvirkni-ser/

Námskeiðin eru árangursmæld með viðurkenndum leiðum og hafa árangursmælingar sýnt augljóslega fram á að námskeiðið dregur úr þunglyndi, kvíða og streitu en jafnframt hafa einstaklingar með ADHD fundið að námskeiðið hjálpar þeim, þá hafa vefjagigtarsjúklingar og aðrir sem eru að takast á við andlega vanlíðan og verki fundið mun á sér. Konur sem eru að komast í kulnun eða eru komnar þangað hafa nýtt sér námskeiðið með góðum árangri.

Sem dæmi má nefna að kona sem hafði fengið blóðtappa fyrir 6 mánuðum fann í fyrsta sinn fyrir slökun eftir þau veikindi á þessu námskeiði.

Námskeiði hentar konum á öllum aldri.

Nokkrar setningar sem hafa fallið á námskeiðum:

” Besta námskeið sem ég hef farið á ”

” Vá hvað ég er búin að læra mikið um mig”

” Ég ætla aldrei að hætta að slaka á, svo gott”

Sjá má nánari upplýsingar á kristinsnorra.is

Ef þú vilt hafa samband þá er það hægt í gegnum kristinsnorra@kristinsnorra.is

Þar er að finna þá þjónustu sem Kristín bíður upp á og umsagnir kvenna af námskeiðinu.

Einnig er Kristín með síðu á facebook sem heitir : Sterk saman

SOURCERitstjórn
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here