Hver elskar ekki nachos með allskonar góðgæti? Þessi réttur er tilvalinn í saumaklúbbinn, kvöldverðarboðið eða bara fyrir kósíkvöldið. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Heimatilbúið nachos sem ALLIR verða að prófa

img_8837

Ofnbakað nachos með cheddarosti

IMG_8823

Uppskrift:

  • nautahakk
  • tacos krydd
  • nachos flögur
  • cheddar ostur
  • Iceberg salat
  • gúrka
  • tómatur
  • sýrður rjómi
  • salsasósa

IMG_8827

Ofninn er hitaður í 200 gráður. Hakkið er steikt á pönnu og kryddað með tacos kryddi.  Nachos flögum er dreift í eldfast mót, eða á ofnplötu, þannig að þær fari ekki ofan á hvor aðra. Cheddar-ostsneið er lögð ofan á hverja flögu. Flögurnar eru hitaðar í ofni við 200 gráður í ca. 5 mínútur eða þar til osturinn er farinn að bráðna. Gúrka og tómatur er skorið í litla bita og salatið rifið niður. Um leið og flögurnar koma út úr ofninum er hakkinu dreift yfir þær, þá grænmetinu og í lokin er sýrða rjómanum og salsa sósunni dreift yfir grænmetið. Ekki er verra að dreifa yfir réttinn, eða bera fram með honum, guacamole, uppskriftin af því er hér. Best er að borða réttinn bara með fingrunum (munið bara að vopnbúast með nóg af servíettum!

IMG_8841

SHARE