Lax er alltaf svo léttur í magann. Hér kemur fein frábær uppskrift frá Eldússögur.com

Rétturinn er ákaflega einfaldur að matreiða, ég notaði bara það grænmeti sem ég átti til en það er hægt að nota gulrætur, kúrbít, lauk, sveppi, blómkál eða bara það sem hugurinn girnist. Ég gef líka upp magn hér að neðan en það fer eiginlega bara eftir smekk og plássi í eldfasta mótinu. Öllum í fjölskyldunni fannst þessi laxaréttur æðislega góður og hann verður sannarlega eldaður aftur.

img_1464

Uppskrift:

  • 1 kíló laxaflök
  • salt og pipar, eftir smekk
  • ca. 100 ml teriyaki sósa, magnið fer dálítið eftir smekk (ég nota sósu frá La Choy)
  • ca. 100 gr sveppir, skornir í fernt
  • ca. 200 gr gulrætur, sneiddar gróft
  • ca. 100 gr. brokkolí, skorið í stóra bita
  • 3 fersk chili, kjarnhreinsuð og sneidd langsum
  • saltblanda (ristaðar blandaðar hnetur, t.d. frá Náttúru)
  • sesamfræ

Ofn hitaður í 180 gráður. Laxaflakið/flökin eru roðflett, skorin í hæfilega bita og lögð í stórt eldfast mót. Laxinn saltaður og pipraður eftir smekk. Grænmetið skorið eins og segir hér að ofan og raðað í kringum laxinn. Teriyaki sósunni helt yfir laxinn og aðeins yfir grænmetið, því næst er salatblöndunni og sesamfræunum dreift yfir. Bakað í ofni í ca 20-25 mínútur eða þar til laxinn er eldaður í gegn. Borið fram með hrísgrjónum og góðu brauði.

img_1469

SHARE