Menn frá heilbrigðiseftirlitinu í Bretlandi voru aldeilis hissa þegar þeir fundu óvenju stóra mús í matsal verslunarinnar Tesco Metro store.

Músin varð óvenjulega stór vegna þess að hún gæddi sér á afgöngum í versluninni, hún fékk því nóg af próteini.

Kokkar sem unnu á veitingastöðum Tesco báðust opinberlega afsökunar eftir að það kom í ljós að hreinlæti var svo sannarlega ekki í hávegum haft hjá þeim.

 

Tesco apologised for food safety breaches

 

Eldhúsin voru skoðuð eftir að viðskiptavinir sáu músina. Gólfin voru skítug og afgangar að mat fundust á stöðum sem þeir áttu ekki að vera á. Það var virkilega slæm lykt sem kom frá mjólkurkælinum þar sem útrunnar vörur voru látnar rotna.

Búðin Tesco þarf að borga háa sekt vegna þessa og talið er að búðin hafi sett heilsu almenning í hættu.

SHARE