Þegar þú ert Hollywoodstjarna þarftu að mæta á rauða dregilinn í þínu fínasta pússi og það á líka við þegar þú ert ólétt. Sumum konum líður svo illa á meðgöngu að þær nánast leggjast í dvala ef svo má komast að orði og gætu ekki hugsað sér að pósa á myndum fyrir ljósmyndara. Hjá þessum konum er það ekkert elsku mamma og þær mæta, uppstrílaðar af förðunarsérfræðingum, hárgreiðslufólki og fatahönnuðum og brosa sama hvernig grindargliðnunin er eða gyllinæðin.
Hér eru myndir af nokkrum frægum dömum og stílnum þeirra á meðgöngu. Það er alveg hægt að vera ólétt og smart enda segja margir að konur séu fallegastar óléttar. Dæmi hver fyrir sig. Það er í það minnsta hægt að segja að það sé falleg sjón að sjá nýtt líf vaxa í fallegri kúlu. Það er þó ólíklegt að þessar konur líti svona út dagsdaglega. Hér má meðal annars sjá Victorias Secret módelið Alesssandra Ambrosio, Kourtney Kardashian, Kim Kardashian, Amy Adams, Kelly Preston, Jessica Simpson, hina gullfallegu dóttur Donald Trump, Ivanka Trump, Drew Barrymore, Sienna Miller, Amy Poehler, Natalie Portman, Reese Witherspoon, Playboy kanínuna fyrrverandi Holly Madison, Jessica Alba, Kristen Bell ofl.