Ungur drengur skrifar á Facebook síðu sína stutta færslu um hugmynd eftir þjóðhátíð.
Það er óhætt að segja að hann hafi  gott hjarta og hugsi um aðra.

,,Ég er með hugmynd sem hoppar um í huganum, margir hugsa um en segja ekki frá. Hvernig væri að safna saman öllum tjöldum og dóti sem fylgir þeim í gám og senda út, eftir þjóðhátíð? Í stað þess að brenna heilu tjöldin, svefnpoka og kodda. Hægt er að senda þetta til landa þar sem fátækt er mikil, jarðskjálftar og flóðbylgjur skella á og heilu fjölskyldurnar missa heimili sín. Þið vitið hvert ég er að fara með þessum skrifum og yrði gaman ef þessi hugmynd yrði að veruleika. Finnum frið og guð blessi þjóðhátíð.”
Mbk.
– J.Norðfjörð og betra Ísland

Hvað finnst ykkur ?

SHARE