Á morgun fimmtudaginn 15 ágúst opnar Ósushi nýjan og glæsilegan stað í Hafnarfirði. Þetta er þriðji Ósushi staðurinn sem þau systkinin Anna og Kristján Þorsteinsson opna en fyrsti staðurinn leit dagsins ljós í desember 2005.

Velgengi Ósushi þakka systkinin tryggum hópi viðskiptavina, frábæru starfsfólki og vel samsettum matseðli sem hefur notið gífurlegra vinsælda og er stöðugt í þróun.

Einnig hefur fyrirkomulag staðarins og uppsetning gert það að verkum að fólk nýtur þess að koma við og grípa sér sushi af færibandinu og sýna sig og sjá aðra.

Fyrir eru starfræktir tveir veitingastaðir Ósushi í Reykjavík, annar í Borgartúni 29 og er vinsæll hádegisverðarstaður og hinn í Pósthússtræti 13 gengt Austurvelli.

Ósushi í Hafnarfirði er á frábærum stað, Reykjavíkurvegi 60, við hlið Mússík og Sport og er hugsaður sem þjónusta við Hafnfirðinga, Garðbæinga og íbúa Álftanes en enginn annar Sushi staður er þar fyrir. Svo er nýja staðsetningin í alfaraleið fyrir þá sem búa á Suðurnesjum og ferðast vinnu sinnar vegna um Hafnarfjörð.

Ósushi býður upp á veislubakka af öllum stærðum og gerðum og má nálgast nánari upplýsingar á vef þeirra sem má finna hér. 
Hægt er að panta á vefnum, fá 5% afslátt og sækja síðan á veitingastaði Ósushi.

Ósushi Hafnarfirði verður opið: 
11.30-21.00 mánudaga til fimmtudags. 
Föstudag og laugardaga 11.30-22.00 og sunnudaga frá 15.00-21.00.

 

SHARE