Mæðradagurinn var í dag og fór varla fram hjá neinum. Vonandi að sem flestir hafi glatt mömmu sína eða í það minnsta verið extra góð!
Rakst á myndband á Facebook af stelpu sem heitir Elín Sveinsdóttir og söng og spilar lag sem er í miklu uppáhaldi hjá mömmu sinni.
Ótrúlega fallegt og dásamleg rödd.
Elín býr í Englandi og móðir hennar á Íslandi, því ekki hlaupið að því að gefa mömmu knús í tilefni dagsins eða færa henni blóm, Elín gerði því þetta myndband og sendi henni.
Held það sé vel hægt að segja að það er hugurinn sem gildir og gjafir eru oftast bestar sem ekki kosta neitt.