Hin fimm ára gamla Allison Anderwalds drýgði heldur betur hetjudáð þegar hún kom að móður sinni meðvitundarlausri í sundlaug heimilis þeirra. Móðirin, Tracy hafði verið að synda, fengið flog misst meðvitund með andlitið niður í lauginni. Allison litla óð út í sundlaugina í tvígang, þar til hún náði að draga móðir sína að bakkanum og snúa henni við.

Sjá einnig: Fjögurra ára gömul stúlka kemur þungaðri móður sinni til bjargar

Öryggismyndavél heimilisins sýnir litlu hetjuna bjarga lífi mömmu sinnar og hlaupa síðan eftir hjálp.

 

SHARE