Sjá einnig: Rob birti símanúmer litlu systur sinnar á Twitter
Rob hefur gefið Blac mikinn heiður af því að hjálpa honum með að takast á við þunglyndið og taka þátt í lífinu aftur. Upp á síðkastið hefur hann ekki verið að mæta á tökustað þegar átt hefur að taka upp þáttinn þeirra. Ójafnvægi Rob var líka augljóst þegar hann birti símanúmer litlu systur sinnar á Twitter og var reiður yfir því að fjölskyldan hans ætlaði ekki að bjóða Blac í „baby shower“ sem hann var boðinn í, fyrir ófædda barnið þeirra.
Seinna kom svo í ljós að fjölskyldan ætlaði að halda tvö „baby shower“. Eitt fyrir Rob og annað fyrir Blac, af því þeim kemur svo illa saman.