Það eru stjörnur á borð við Kate Winslet, Penelope Cruz, Nicole Kidman og Julianne Moore sem munu prýða dagatal Pirelli fyrir árið 2017.

Ljósmyndirnar eru teknar af Peter Lindbergh og þær hafa ekkert verið „photoshop-aðar“ og sýna náttúrulega fegurð kvennanna.robin-wright

Þetta er 44. árið sem dagatalið kemur út og lýsti Peter þema dagatalsins svona: „Á tímum þegar konur eru settar á stall fyrir fegurð sína og unglegt útlit, fannst mér mikilvægt að minna á að fegurð er mismunandi. Fegurð á að vera sönn og það á ekki að draga fólk á asnaeyrunum í auglýsingum og þessháttar. Þú átt að hafa þor til að vera þú sjálf og njóta þess.

uma-therman

 

SHARE