Pakkaði sér inn í plast í flugvélinni – Mynd

Nei þetta er ekki Íslendingur!

Þessari mynd var póstað á reddit og sýnir mann í flugvél sem er búinn að pakka sér inn í plast fyrir flugferðina.

Getgátur voru uppi um hvers vegna maðurinn gerði þetta. Maðurinn var víst gyðingur og voru einhverjir sem héldu því fram að hann væri í plastinu af því að hann sæti fyrir framan konu. Önnur tilgáta var að maðurinn væri Kohen sem er einhverskonar prestur eftir því sem við lásum okkur til um þetta.

Kohen má ekki koma nálægt neinum látnum einstaklingum því þá verður trúin hans óhrein. Hann má heldur ekki fljúga yfir kirkjugarða og það er gjörsamlega óumflýjanlegt þegar ferðast er í þotu. Samkvæmt Haaretz fann þó Rabbíninn Yosef Shalom Eliashiv lausn á þessu og það var að pakka sér inn í þykkt plast þegar ferðast væri í þotu.

41112plane1

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here