Þessi dásamlegi eftirréttur er bæði einfaldur og fljótlegur. Það má líka bæta salthnetum við uppskriftina – þær fara nefnilega svo ægilega vel með súkkulaðirúsínunum. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Pavlova með mokkarjóma og daimkurli

img_6151

Pavlova í formi með lakkrískurli og súkkulaðirúsínum

Uppskrift (f. 8 – 10)

  • 8 eggjahvítur
  • 400 gr sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 3 tsk edik (t.d. borðedik eða hvítvínsedik)
  • 1 poki Nóa lakkrískurl (150 g)
  • 1/2 líter rjómi
  • 150 g Nóa og Siríus súkkulaðirúsínur
  • 1 pakki kókosbollur (4 stykki), skornar fremur smátt
  • 100 gr Siríus suðusúkkulaði + 1-2 msk rjómi eða mjólk
  • Ber og ávextir, t.d. jarðaber, bláber, hindber, blæjuber, kíwi, vínber og ástaraldin

IMG_6125

Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur stífþeyttar, sykri bætt smám saman út í ásamt ediki og salti. Að síðustu er lakkrískurlinu bætt út í. Marengsinn settur í eldfast mót (mótið sem ég notaði er ca. 35×25 cm.) og bakaður við 175 gráður í 30 mínútur, þá er lækkað niður í 135 gráður og bakað í 30 mínútur til vibótar. Eftir það er slökkt á ofninum og marengsinn látin kólna í ofninum, helst yfir nóttu, þó ekki nauðsyn. Rjóminn er þeyttur, Siríus súkkulaðirúsínum er því næst bætt út í ásamt kókosbollunum og rjómanum síðan smurt yfir marengsinn.

IMG_6129

Skreytt með berjum og ávöxtum. Ég notaði jarðaber (2 box), bláber (1 box), blæjuber (1 box) og 2 ástaraldin. Að lokum er suðusúkkulaði brætt, mjólk eða rjóma blandað saman við til að þynna blönduna og súkkulaðinu dreift yfir berin og ávextina.

IMG_6135

IMG_6142

IMG_6156

SHARE