Pepperóníbrauð er tilvalið fyrir krakkana í hádeginu eða í nesti eða hreinlega bara í veislukaffið. Uppskriftin kemur frá Eldhússögum.
Uppskrift (Brauð og kökubók Hagkaups):
- 320 ml mjólk
- 600 g hveiti (hægt að skipta helmingnum út fyrir heilhveiti)
- 20 g salt
- 20 sykur
- 60 smjör
- 1 pk þurrger
Fylling:
- 400 g beikonsmurostur
- 130 g pepperóní, saxað
- rifinn mozzarellaostur
Setjið allt saman í hrærivélaskál og vinnið rólega í 4 mínútur með króknum, vinnið svo deigið á miðjuhraða í 5 mínútur. Mótið deigið í kúlu og látið það hefast undir rökum klút í ca. 45 mínútur. Fletjið þá deigið út með kökukefli 30 cm x 70 cm, smyrjið ostinum á miðjuna á deginu og setjið pepperóní yfir ostinn. Brjótið saman deigið, fyrst annan helminginn yfir ostafyllinguna, svo hinn ofan á þann helming (deigið verður þannig þrefalt). Snúið deiginu við, sárið niður. Skerið deigið niður í tígla og leggið á smjörpappír (ca. 16 stk). Látið deigið hefast í 45 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast að umfangi. Penslið deigið með vatni og setjið mozzarellaostinn yfir. Bakið við 220 gráður í um það bil 18 mínútur eða þar til það er kominn fallegur gylltur litur á brauðin.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.