Piers Morgan vill fá afsökunarbeiðni

Piers Morgan snéri öllu á hliðina á dögunum þegar hann gekk út í miðri útsendingu á þættinum Good Morning Britain. Hann var síðar rekinn úr þættinum. Piers hefur ekki farið leynt með að hann er ekki mikill aðdáandi Meghan Markle og hefur verið sakaður um kynþáttahatur vegna þess.

Sjá einnig: Piers Morgan stormar út úr viðtali

Sharon Osbourne gerðist svo djörf að verja Piers opinberlega en hún skriftaði á Twitter: „Ég er með þér og stend með þér. Fólk gleymir því að þér er borgað fyrir að tjá skoðanir þínar og þú ert bara að segja sannleikann.“ Sharon er einn af þáttarstjórnendum The Talk og varði Piers í þættinum þegar aðrir voru að að tala hann niður. Hún fékk að finna fyrir því frá nettröllunum eftir þetta og birti loks afsökunarbeiðni og þá fann Piers sig knúinn til að verja hana og tvítaði:


„Sharon hefur verið lögð í einelti og þvinguð til að afsaka það að hún hafi varið mig opinberlega, fyrir kollegum mínum sem hafa sakað mig um kynþáttahatur af því ég trúi ekki kjaftæðinu í Meghan Markle. Við erum komin þangað. Ég krefst þess að fá afsökunarbeiðni frá þáttasjórnendum þáttarins The Talk sem hafa lagt mig í einelti og talað illa um mig.“

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here