Söngkonan Pink er orðin 36 ára gömul og fagnaði hún því með því að fara í gott helgarfrí til New York með fjölskyldu sinni, eiginmanninum Cary Heart (40) og dóttur sinni Willow (4).
Sjá einnig: Pink sýnir magavöðvana á ströndinni – Myndir
Pink, sem hefur unnið til þrennra Grammy-verðlauna á ferli sínum, hefur beðiðst afsökunar á ummælum sínum í garð Demi Lovato og annarra sem komu fram á MTV VMA hátíðinni. En hún sagði að framkomu þeirra vera bæði ógeðslega og vandræðalega og sagðist hún mögulega vera orðin gömul en tónlist ætti samt að veita innblástur. Einnig sagði hún að tónlistin hefði bjargað lífi hennar og að þessi tónlist kæmi ekki til með að bjarga lífi unga fólksins sem væru að hlusta á þetta rusl.
Undanfarið hefur Pink verið að einbeita sér að móðurhlutverkinu og segir ,,í heimi sem er hræðilegur eru samt líf sem eru þess virði að bjarga og hver mun standa upp og bjarga þeim sálum?”
Sjá einnig: Pink var brjáluð á meðgöngunni!
Pink á afmælisdaginn: Söngkonan hélt upp á afmælið sitt í New York með fjölskyldu sinni.
Fékk að greiða dóttur sinni: Pink segist hafa fengið það í afmælisgjöf að fá að greiða Willow dóttur sinni sem öskaði bara fimm sinnum á meðan mamma hennar greiddi henni.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.