Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pönnukökur með fyllingu.

5 desilítrar hveiti
1 teskeið lyftiduft
1/2 teskeið matarsódi
1/2 teskeið salt
7 desilítrar mjólk
50 grömm smjör, brætt
2 egg
1/8 teskeiðar steittar kardimommur

Fylling:
250 grömm kotasæla
1 desilítri rúsinur
1/2 desilítri saxaðar möndlur

Sósa
1 desilítri hunang
1 1/2 desilítrar kakó
2-2 1/2 desilítri kaffirjómi

Aðferð fyrir Pönnukökur með fyllingu:

Deig:
Blandið þurrefnunum í skál og hrærið mjólk og egg saman við. Setjið brætt og kælt smjörið að síðustu saman við. Bakið þunnar pönnukökur.

Fylling:
Blandið saman kotasælu rúsínum og möndlum. Jafnið hrærunni á pönnukökurnar og rúllið þeim upp. Raðið á disk. Setjið öll sósuefnin í pott og látið krauma í nokkrar mínútur. Ef sósan verður of þykk má þynna hana með rjóma. Berið pönnukökurnar fram með heitri sósunni eða hellið henni yfir þær.

SHARE