Fyrir alla þá sem eru sælkerar en vilja reyna að hafa “munchið” eins hollt og hægt er. Ég fann þessa uppskrift á netinu og prófaði og þetta sló í gegn.

Prótein ís/sjeik:

250 ml möndlumjólk* (bý til sjálf)

1 frosinn banani

1 skammtur súkkulaðiprótein

 

Allt sett í blender og allt verður fluffí og fínt, sett í plastílát og í frysti í nokkra klukkutíma, fer eftir hvað þið viljið hafa þetta stíft.

 

Stundum sleppi ég því að setja þetta í frysti og þá er þetta bara sjeik!!

 

Möndlumjólk:

1 dl möndlur settar í pott og soðið í 2 mín eða svo – þá losnar hýðið mjög auðveldlega af.

Láta svo liggja áfram í bleyti í t.d. 15 mín.

 

Setja svo í blender ásamt 4 dl af vatni. Hlutföllin eru bara 1 á móti 4, hægt að notast við bolla.

Hægt að setja út í 1-2 döðlur til að fá smá sætu.

Svo er þetta síað í gegnum sigti og sett á flösku – geymist í allt að 2 sólarhringa í kæli og hægt að nota í búst, út á graut og hvað sem er í rauninni.

 

 

SHARE