7 ráð fyrir konur með stutta fótleggi

Hvað má og má ekki þegar maður er með fótleggi í styttri kantinum? Það er skemmtilegra að gera sem mest úr því sem maður hefur og forðast klæðnað sem stytta fótleggina enn fremur. Hér eru nokkur ráð.

1. Haltu litapallettunni einfaldri

Fyrsta ráðið er einfalt – haltu litunum einföldum. Að vera í of mörgum litum veldur því að líkaminn skiptist upp í svæði. Færri litir skapa tálsýn heildar og koma í veg fyrir að athyglin beinist að stuttum fótleggjum.

stuttirleggir1

2. Stuttir pilsfaldar

Síð pils þýða að minna af fótleggjunum er til sýnis, sem gerir það að verkum að þeir virðast styttri. Því styttri faldur, því lengri virðist leggurinn – ef þér líður vel í mínípilsi þá er um að gera að skarta því. Ef ekki, skaltu reyna að haga málum þannig að faldurinn snerti hnéskelina, ekki mikið neðar.

stuttirleggir2

3. Ökklabönd á skóm

Ökklabönd og festingar eru ekki ráðlegar fyrir konur með stutta fótleggi. Þetta ‘klippir’ fótinn í sundur. Ökklaskór eru heldur ekki sniðugir. Það er betra að vera í skóm sem eru opnir yfir ristina, það gefur tilfinninguna fyrir lengri legg. Ef þú ert berleggjuð getur verið gott ráð að vera í húðlituðum skóm, leggirnir virðast endalausir!

stuttirleggir3

 4. Hælar

Hvernig skór fara konum með stutta fótleggi best, flatbotna eða hælar? Hælar hækka (eðli málsins samkvæmt) og það er hægt að ganga í ögn síðari buxum, sem aftur gefa tilfinningu fyrir lengri leggjum.

stuttirleggir4

4. Hátt í mittið

Forðast skal pils og buxur með lágum streng í mittið. Mjaðmabuxur og pils eru því mistök. Það er hægt að blekkja augað með hærri mittisstreng.

stuttirleggir5

5. Engar þröngar buxur

Níðþröngar buxur eru ekki gáfulegt val fyrir konur með stutta fótleggi. Það er ekkert hægt að fela lengdina þegar það er allt til sýnis. Verslaðu frekar beinar buxur eða skornar við skó í dekkri litapallettu.

stuttirleggir6

 7. Gólfsíðir kjólar og pils

Það hafa lengi verið sögusagnir þess efnis að konur í lægri kantinum eigi að forðast gólfsíða kjóla og pils, að þær týnist í allri þessari sídd og verði að einhverjum hobbitum í skikkju. Þetta er mesta vitleysa sem við vitum! Gólfsídd getur blekkt augað og gefið í skyn að kona sé lengri.

stuttirleggir7

 

 

Vonandi eru þessi ráð hjálpleg ykkur konum í styttri kantinum. Mikilvægast af öllu er þó að líða vel í því sem maður klæðist – sjálfsöryggið er alltaf mikilvægasti fylgihluturinn og fer öllum vel!

 

Myndir: Pinterest

 

SHARE