Pete Davidson (24) unnusti Ariana Grande opnaði sig í viðtali hjá Howard Stern í gær. Í viðtalinu talar hann um sjálfsvígshugsanir og baráttu sína við geðsjúkdóma.

Pete segist alltaf hafa verið óhamingjusamur, sérstaklega á sínum yngri árum.   „Þegar ég var 9 ára reyndi ég að drekkja mér einu sinni,“ sagði Pete í viðtalinu. „Ég var í sundlauginni, í djúpu lauginni og ég reyndi að festa höfuðið á mér í stiganum ofan í laugina. En hausinn á mér var of fu**** stór. Það lét mér líða enn verr, ég kom ekki hausnum þarna á milli.“

Sjá einnig: Hin hliðin á Ariana Grande

Pete segir að fjölskyldan hafi orðið til þess að hann lét ekki verða af því að svipta sig lífi. „Ég gat ekki látið mömmu mína þurfa að lifa með því – og ekki systur mína. Kaldhæðnin er samt að ég gerði líf mömmu minnar mjög erfitt, alveg þangað til að ég varð um 18 ára.“

Pete fór einu sinni í meðferð vegna kannabisefna en reykir samt ennþá hass. „Ég sé ekki af hverju þetta er svona mikið mál. Já ég hef reykt hass á hverjum degi í um það bil 8 ár.“

Sjá einnig: Nýtt ástarhreiður Ariana Grande og Pete Davidson

Pete viðurkennir þó fyllilega hversu lítið vald hann hefur á kannabisneyslu sinni. „Eina leiðin til að láta mig hætta var að koma mér fyrir í húsi sem ekkert var til í. Ég hafði alltof góðan aðgang að efnunum. Ég var edrú í um 3 mánuði og þá hugsaði ég „Þetta er fu***** glatað. Mig langar ekki að líða svona. Svo ég sagði bara „fu** this!““

Sjá einnig: Ariana Grande opinberar trúlofun

SHARE