RIHANNA sagðist líða eins og dýri í búri eftir ferð á ströndina í Póllandi í gær.

Poppstjarnan og besta vinkona hennar, Melissa Forde smelltu sér í bikiní og ætluðu aldeilis að njóta sólarinnar á ströndinni í Sopot, Póllandi. Rihanna var ekki sátt við ágengni aðdáenda sinna og yfirgaf ströndina á endanum, illa pirruð!

Rihanna birti myndband á Instagram þar sem hún kvartar yfir aðdáendum sínum. Vinkonurnar stilltu upp stórum sólhlífum allt í kringum sig og reyndu þannig að útiloka æsta aðdáendur.

Í Instagram myndbandinu segir Rihann: “Svona er dagur á ströndinni í Póllandi. Reyni að njóta sólarinnar eins og ég get, eins og dýr í búri.”

Á endanum stóð Rihanna upp og fór á hótelið sitt ásamt lífverði sínum. Hún sagði seinna á Instagram að dagurinn hefði verið algjört “FAIL”

Frægðin er víst ekki bara eintóm hamingja!

SHARE