Sönggyðjan Rihanna (28) hjálpaði ungum aðdáanda sínum við það að koma út úr skápnum. Hún leiðbeindi honum í gegnum allt ferlið, hlustaði á hans helsta ótta og gaf honum ómetanlegan styrk á meðan hann tók þetta stóra skref.

Drengurinn skrifaði skilaboð til hennar á Twitter og sagði “Mig langar bara að lifa lífinu sem sú manneskja sem ég er, ekki sem lygari”

Rihanna-600x400

Rihanna kom með svar til hans:

“Elskan mín, það er allt í lagi að vera hræddur en það er mikilvægara að vera þú sjálfur. Þú hefur í raun ekkert val. Þetta er ekki ákvörðun! Þú ert sá sem þú ert og eins erfitt og það hljómar þá er það best í heimi að vera frjáls og sáttur innra með þér. Fjölskyldan þín skilur þetta kannski ekki en sem betur fer skilur okkar kynslóð þetta, svo ekki sé minnst á samfélagið sem við lifum í, við stöndum saman!”

Rihanna stoppaði ekki þarna með þessum einu skilaboðum. Hún setti sig í samband við þennan aðdáanda sinn og vildi fá að fylgjast með hvernig gengi hjá honum. Hann skrifaði henni: “Ég kom loksins út úr skápnum fyrir öðrum nánum vini mínum 🙂 Mér líður svo vel Rih, þökk sé þér!”

Aðdáandinn leitaði fyrst til Rihanna í mars og þegar hann hafði lokið því af að koma út úr skápnum skrifaði hann þetta til hennar: “Ég hef komið út úr skápnum hægt og rólega og mér hefur aldrei liðið eins vel. Það besta sem ég hef gert var að leita til þín. Ég er þakklátur, aldrei gleyma því.”

Rihanna svaraði honum strax til baka: “Hvernig gæti ég gleymt því? Ég er svo stolt af þér. Ég er ánægð með að þú sért loksins ánægður með sjálfan þig. Það er eina leiðin að vera þú sjálfur.”

Svo fallegt!

 

Heimildir: HollywoodLife

 

SHARE