Rihanna vekur athygli hvar sem hún stígur niður fæti. Söngkonan steig á svið á rokkhátiðinni Rock in Rio 2015, sem haldin var í Rio de Janeiro. Eftir tónleikana sást til Rihanna í grænum kjól, sem líktist einna helst neti og klæddist hún aðeins svörtum efnislitlum nærfötum undir kjólnum.
Sjá einnig: Rihanna fer út með bláan varalit
Rihanna og fylgilið hennar héldu til skemmtunar og ekki vantaði að augu þeirra sem stóðu hjá beindust öll að söngdrottningunni og tískudívunni.
Eldrautt hár og grænn netakjóll: Rihanna er óhrædd við að prófa eitthvað nýstárlegt.
Sjá einnig: Rihanna sýnir línurnar á Barbados
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.