Chris Brown og Rihanna virðast alltaf vera rosalega óstöðug í sambandi sínu. Nýlega staðfestu þau að þau væru enn og aftur hætt saman. Vill einhver veðja hversu lengi þessi sambandsslit endast?
Samkvæmt nýjustu tístum stjarnanna væri líklega skynsamlegast að veðja á að þessi sambandsslit muni endast eitthvað. Seint á mánudagskvöld tweet-aði Rihanna eftirfarandi:
“Settling is not an option! nothing less than 100% loyalty, honsety, and respect! Love aint for kidz”
Stúlkan virðist samkvæmt þessu ekki ætla að sætta sig við neitt minna en að makinn sé henni trúr, sýni henni virðingu og sé hreinskilinn. Það hefur Chris Brown svo sannarlega ekki verið.
Chris Brown Tweet-aði eða tísti sama dag:
“Sometime loving someone is too much! So loving from a distance will help everyone grow! Be blessed. Live ya life!”
Hann virðist vilja elska Rihönnu úr fjarlægð samkvæmt þessu. Að daðra við aðrar konur og fara bakvið konuna sem tók þig aftur eftir að þú lamdir hana er klárlega ekki rétta leiðin.. vonandi heldur Rihanna sig frá honum í þetta skiptið.