Rómeó er lítill sætur Chihuahua sem lenti í slysi um jólin og lærbeinsbrotnaði. Beinið grær ekki sem skyldi og því hefur eigandi Rómeos, Thelma Rut, ásamt dýralæknum tekið þá ákvörðun að taka fótinn í stað þess að lóa honum.

Aðgerðin er mjög kostnaðarsöm og því biður Thelma dýravini landsins um að styrkja sig og Rómeo svo hún missi ekki besta vin sinn en Thelma birti þessa færslu á Facebook síðunni Hundasamfélagið:

rómeochihuahua

„Þetta er hann Rómeó, ég ætlaði að reyna að byrja smá fjársöfnun fyrir hann. Hann lærbrotnaði svo illa um jólin og þurfti að fara pinnaaðgerð til að reyna að festa beinið saman og það kostaði mig 150 þús plús öll umbúðaskiptin sem hann er búin að fara í síðan þá. Hann er ekki tryggður þannig kostnaðurinn hefur verið mjög mikill. Nú þarf hann að fara í aðra aðgerð þar sem þarf að farlægja fótinn af því hann grær ekki þrátt fyrir aðgerðina sem hann fór í. Líkaminn hans hafnaði pinnanum og beinið er komið aftur í sundur. Þannig eg ákvað að prófa þetta og leita eftir smá hjálp. Þessi hundur er mér allt og gæti ekki hugsað mér að missa hann, margt smátt gerir eitt stór. Þeir sem hafa áhuga á að styðja Rómeó minn á eitthvern hátt þá er reikningurinn fyrir hann hér fyrir neðan. Við yrðum óendanlega þakklát.

1167-26-3741
kt: 050992-3149

Kær kveðja Telma Rut og Rómeó.“

SHARE