Dröfn Vilhjámsdóttir heldur úti síðunni eldhussogur.com þar sem hún birtir ljúffengar uppskriftir. Góð rúlluterta klikkar aldrei og þessi lítur út fyrir að vera einstaklega girnileg. Þú getur fylgst með öllu því nýjasta á matarbloggi Drafnar á Facebook síðu hennar sem nálgast má hér eða á matarblogginu sjálfu sem þú nálgast hér.  Þessi uppskrift er fengin af matarbloggi Drafnar.

Uppskrift:

  • 1 rúllutertubrauð
  • ca. 200 g hindberjasulta
  • skinkusneiðar (ég notaði tæpt box af silkiskorni reyktri skinku frá Ali)
  • 1 Gullostur, mjög kaldur (gott að setja í frysti í 3-4 tíma – ég mundi þetta auðvitað ekkert þannig að ég setti ostinn bara í frysti í 1 tíma og það var í lagi)

Ofn hitaður í 180 gráður. Rúlltertubrauðið er penslað með sultunni og skinkan lögð ofan á. Osturinn er því næst skorinn í sneiðar og raðað ofan á skinkunna. Brauðinu rúllað upp og penslað með hjúpnum.- Penslið rúllutertubrauðið með sultu og leggið skinku ofan á. Skerið kalda ostana í sneiðar og leggið á rúlluna. Brauðinu er rúllað upp og hjúpnum (sjá uppskrift hér neðar) smurt á brauðið. Hitað í ofni við 180 gráður í um það bil 15 mínútur.

Hjúpur:

  • 3 msk. bláberjasulta
  • 3 msk rjómaostur
  • 1 eggjarauða

Sultu og rjómaosti hrært vel saman í potti og hitað upp.  Því næst er blandan kæld og eggjarauðunni hrært út í.

SHARE