Úff, þetta er alveg ekta laugardags. Nammidagur og svona. Það leyfa sér allir aðeins á laugardögum, er það ekki? Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Súkkulaðirúlluterta með hnetu-Nizza og banönum

img_0148

Rúllutertubrauð með pepperoni, sveppum & sólþurrkuðum tómötum

 • 1 rúllutertubrauð
 • smjör og/eða olía til steikingar
 • 250 g sveppir, skornir í sneiðar
 • 1 púrrlaukur, skorinn í sneiðar
 • 1 bréf pepperóní (ca 150 g)
 • 1 pepperóníostur(150 g), sneiddur mjög smátt eða rifinn
 • 1/2 fetaostkubbur (ca 125 g), mulinn niður
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl svartar ólífur, saxaðar
 • 8 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
 • salt, pipar og gott krydd (ég notaði Pasta Rossa frá Santa Maria)
 • rifinn ostur

img_0144

Sveppir steiktir á pönnu upp úr smjöri og/eða olíu. þegar þeir byrja að taka lit er púrrlauk og pepperóní bætt út á pönnuna og steikt í stutta stund. Því næst er pepperóníosti, fetaosti, rjóma, ólífum og sólþurrkuðum tómötum bætt á pönnuna og látið malla þar til osturinn er bráðnaður. Hellið blöndunni yfir rúllutertubrauðið, rúllið upp og dreifið rifnum osti yfir.

Bakið við 200°C í um 20 mín. eða þar til osturinn hefur fengið góðan lit.

SHARE