Sænsk kona sökuð um að hafa átt kynmök við bein úr látnu fólki   

Sökuð um að raska ró hinna látnu

Sænsk kona sem býr í Gautaborg er sökuð um að vera með í íbúð sinni liðlega 100 bein úr beinagrindum og stundi hún kynmök við beinin.

Í íbúð hennar fundust meðal annarra beina hryggjarbein, sex hauskúpur og fjöldinn allur af minni beinum.

Ákæruvaldið heldur því fram að konan hafi notað beinin sér til kynferðislegrar nautnar. Eftir að lögreglan fann myndir af henni þar sem hún er að faðma og sleikja bein hefur hún verið ákærð fyrir „að raska ró hinna látnu”.  Einnig fundust í íbúð hennar vísbendingar um hvernig hún hafði náð sér í beinin úr líkhúsi í borginni.

Lögreglan hafði fyrst afskipti af konunni þegar nágrannar hennar hringdu og greindu frá því að þeir hefðu grun um að eitthvað grunsamlegt væri á seyði.

Konan neitar allri sök og segist bara geyma þessi bein vegna sagnfræðilegs áhuga. Nú er réttað yfir henni í Gautaborg og gæti hún fengið allt að tveggja ára fangelsisdóm verði hún dæmd sek.

Í Gautaborgarpóstinum er greint frá því að hún hafi skrifað pósta á netið þar sem hún segir m.a: “siðgæði mitt setur mér mörk en ef ég verð tekin er ég tilbúin að taka út mína refsingu. Þetta er þess virði.  Ég vil minn mann alveg eins og hann er, lifandi eða dauður.  Með honum finn ég hamingjuna“

SHARE