Kourtney Kardashian (36) gat ekki beðið með það að segja Scott Disick (32) þangað til að hann kæmi heim frá Monaco. Hún sagði honum að 9 ára sambandi þeirra væri lokið í gegnum textaskilaboð.

Sjá einnig: Myndir: Er Scott að halda framhjá Kourtney Kardashian?

Samkvæmt heimildarmanni HollywoodLife fór Scott til Monaco þó svo að Kourtney væri á móti því og bæði hann ekki að fara.

 

Hann hafði ekkert að gera þarna nema bara að djamma. Hann var búinn að vera í marga daga án þess að láta heyra í sér eða athuga með börnin. Hann svaraði engum skilaboðum og Kourtney fékk bara nóg. Hún sendi honum skilaboð og sagði Scott að hún væri komin með nóg og sambandið væri búið.

Scott tók þessi skilaboð ekki trúanlega fyrr en hann sá að þetta var komið á internetið en hann hélt bara áfram að skemmta sér með táningsstúlkum á Miami.

 

SHARE