Þessi sumarlega uppskrift er frá Eldhúsperlum.

Salat með tígrisrækjum:

 • 2 pokar tígrisrækjur (um 600 grömm)
 • 3 msk ólífuolía
 • 1 hvítlauksrif, smátt saxað
 • 1/2 tsk rauðar chilli flögur
 • 2 msk söxuð fersk steinselja
 • 1 sítróna, börkurinn og safinn úr hálfri.
 • Salt og pipar
 • Það sem ég notaði í salatið:
 • Gott grænt salat, t.d blaðsalat, spínat og lollo rosso
 • Avocado
 • Tómatar
 • Kókosflögur
 • Sólþurrkaðir tómatar
 • Ólífuolía, t.d sítrónuolía, salt og pipar og sítrónusafi
 • Sósan:
 • 1 msk majónes
 • 4 msk sýrður rjómi
 • 1 msk sambal oelek chillimauk

IMG_1679

Aðferð: Tígrísrækjur látnar þiðna og settar í skál. Ólífuolíu, hvítlauk, chilli flögum, steinselju, rifnum sítrónuberkinu, sítrónusafa, salti og pipar hrært saman og svo hellt yfir rækjurnar. Um að gera að smakka marineringuna til áður en henni er hellt yfir rækjurnar. Þær eru svo þræddar upp á spjót. Það er mjög gott að nota tvö spjót hlið við hlið þegar rækjurnar eru þræddar upp. Þá verður bæði auðveldara að snúa þeim og rækjurnar haggast ekki á spjótunum, þ.e hreyfast ekki þegar þeim er snúið við.

IMG_1683IMG_1700

Útbúið svo salatið í stóra skál og hrærið innihaldið í sósuna saman. Grillið rækjurnar á útigrilli við háan hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið og berið þær fram volgar ofan á salatinu ásamt chilli sósunni. Ískalt hvítvínsglas væri ekki úr vegi með þessu. Kalda kranavatnið dugði þó vel í þetta skiptið.

SHARE