Samkynhneigðir teknir fyrir í Rússlandi – Birta myndbönd af ofbeldi gegn samkynhneigðum

Þetta skelfilega myndband er enn eitt dæmið um þau mannréttindabrot sem samkynhneigðir verða fyrir í Rússlandi. Á þessu myndbandi sjáum við hvernig þessir rússnesku karlmenn taka samkynhneigða karlmenn  fyrir og beita þá ofbeldi undir því yfirskini að þeir séu að yfirheyra þá. Þeir taka samkynhneigða menn reglulega fyrir á þennan hátt og birta svo myndböndin á samfélagsmiðlum.

Þetta myndband er eitt af mörgum en mennirnir sem beita þessu skelfilega ofbeldi segjast ræna og refsa samkynhneigðum karlmönnum sem eru að þeirra mati allir barnaníðingar. Skelfilegt að vita til þess að í Rússlandi virðist þessi hegðun vera talin eðlileg og fordómar gegn samkynhneigðum viðgangast.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”59WCKaKqjKY”]

SHARE