Segist vera of falleg til að lifa eðlilegu lífi

Hin 20 ára gamla Felicia Czochanski skrifaði grein í Cosmopolitan sem heitir „People Judge Me Because I´m Pretty“ eða „Fólk dæmir mig af því ég er falleg.

Felicia segist vera komin með nóg af því að karlmenn stari á hana þegar hún er að ferðast um borgina og vanmeti greind hennar vegna fegurðar hennar. „Það var ekki auðvelt að sætta sig við að vera álitin „falleg““ segir Felicia sem er nemandi í Fordham háskóla í New York.

Sjá einnig: Hugrökk stúlka afklæðist á almannafæri – fyrir fallegan málstað

„Ímyndið ykkur hvernig það er að vera á gangi einhversstaðar og allir snúa sér við og allra augu beinast að þér. Það lætur mér ekki líða eins og ég sé falleg eða kynþokkafull. Það lætur mér líða eins og það sé eitthvað að mér. Það er alltaf verið að skoða mig.“edfg-540x282

Felicia lýsir sér sem stelpulegri stelpu. Hún er 168 cm á hæð, með skolitað hár, stór brún augu, notar stærð 34DD í brjóstahaldara og er með tónaða kálfa. Hún kvartar yfir því að fólk virði að vettugi og hreinlega gleymi afrekum hennar í lífinu: „Það er aldrei tekið með að ég er íþróttamanneskja, ég er gáfuð og hrikalega metnaðargjörn.“ Felicia segist vilja að fólk kunni að meta hana fyrir hver hún er sem manneskja en ekki bara fyrir það hvernig hún lítur út.

Sjá einnig: Súpermódelið Tess Holliday er fáklædd, ögrandi og gullfalleg á Instagram

Felicia heldur áfram og segir að hún hafi reynt að draga úr þessari athygli sem hún vakti með því að ganga í víðum fötum. „Ég reyndi að gera mig meira óspennandi, bæði sem persónu og í útliti, árum saman og var að reyna að láta meta mig fyrir annað en útlit mitt,“ segir hún.

Þessi færsla frá Felicia hefur valdið þvílíkum umræðum og reiði fólks á netinu. Fólk talar um að hún sé sjálfumglaður egóisti og hún þurfi hreinlega að leita sér hjálpar.

 

 

 

Screen Shot 2015-09-14 at 10.25.27 AM

Screen Shot 2015-09-14 at 10.24.39 AM

 

Hvað finnst ykkur kæru lesendur? Segið okkur ykkar skoðun.

SHARE