Segist vera sonur Michael Jackson – Er líka tónlistarmaður – Myndband

Michael Jackson á 31 árs son samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á slúðursíðum vestra. Maðurinn heitir Brandon Howard og mun hann ætla að koma fram DNA niðurstöður sem munu sanna hans mál í dag.

Móðir Brandon, Miki Howare, var söngkona á áttunda áratug síðustu aldar og var Joe Jackson umboðsmaður hennar. Brandon segir að Miki og Michael hafi hisst árið 1982, sama ár og hann fæddist. Hann var alinn upp í Cleveland en býr núna á Miami og er víst sjálfur í tónlist, en hann var viðriðin nýjasta lag Akon.

Brandon er svo sannfærður um að hann sé sonur Michael, að hann varð sér úti um DNA sýni frá poppkónginum, en sagan segir að sýnið hafi verið úr tanngóm sem Michael notaði stundum.

Brandon hefur í hyggju að fá „sinn“ hlut af arfi Michael þegar þetta mál er komið í gegn.

Finnst ykkur hann ekki líkur Michael Jackson?

SHARE