Eins og kemur fram á RÚV í dag rannsakar Barnavernd Reykjavíkur hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn miklu harðræði.

Tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum komu upp um málið þegar þeir sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega.

Foreldrum ráðlagt að senda börnin ekki á leikskólann á meðan rannsókn stendur yfir.

Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hafa haft samband við foreldra leikskólabarna og greint þeim frá því að rannsókn standi yfir á þessu máli. Þeir hvetja foreldra til að senda börnin ekki á leikskólann meðan málið er rannsakað. Rekstur leikskólans er nú undir rannsókn Barnaverndarnefndar og skóla og frístundasviðs.

Halda því fram að fleiri en einn starfsmaður hafi beitt börnin líkamlegu ofbeldi

Sumarstarfsmennirnir sýndu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur myndbönd og í því framhaldi var ákveðið að taka málið til rannsóknar. Starfsmennirnir halda því fram að starfsmenn hafi beitt börnin líkalegu ofbeldi eins og rasskellingum. Þeir segja jafnframt að börnunum hafi verið refsað með því að vera lokuð af og neitað um mat.

Á leikskólanum dvelur 31 barn.

Þessi leikskóli er svokallaður ungbarnaleikskóli en þar eru börn frá 9 mánaða til eins og hálfs árs gömul. Á leikskólanum dvelur 31 barn.

Eigandi fyrirtækisins segir að ásakarnar séu rangar.

SHARE