Settu þvottaklemmu á eyrað við verkjum

Hvað gerist í líkama þínum þegar þú setur þvottaklemmu á eyrað á þér?

Margir þeirra sem þjást af verkjum reglulega þrá að geta stjórnað verkjum sínum, hvort sem þeir eru líkamlegir eða andlegir. Það getur verið erfitt að vita nákvæmlega hvað líkami þinn er að gera sem þú vilt ekki að hann geri og flestir reyna hreinlega að hrista af verkina, en líkurnar á því að það virki eru afar litlar.

Þú getur tekið töflu við verkjum þínum eða notað aðferð sem hefur verið notuð í aldaraðir. Ein þessarra aðferða er einmitt að setja þvottaklemmu á eyrað á þér á mismunanadi staði á eyrað á þér.

Það að eyrað á þér getur haft áhrif á aðra staði á líkama þínum, hljómar kannski einkennilega í fyrstu, en eyrað á þér hefur í raun viðbragðskort af líkamanum og með mörgum taugaendum taugakerfisins.

Þrátt fyrir að þessi aðferð sé ekki viðurkennd af nútíma læknavísindum, þá er ástæða fyrir því að fólk hefur notað þessa þrýstipunktaaðferð í alda raðir.

Hver og einn þrýstipunktur stjórnar vissum hlutum af líkama þínum og með því að þrýsta á vissan punkt, getur þú minnkað verkinn sem þeim stað.

Sjá einnig: Orkustöðvar: Hvaða hlutverki gegna þær í lífi okkar?

ear

1. Efsti hlutinn af eyranu þínu er tengdur við bakið á þér og axlir. Með því að þrýsta á þann punkt í um það bil mínútu, getur þú minnkað spennuna sem hefur byggst upp í bakinu þínu. Gerðu þetta nokkrum sinnum yfir daginn til að minnka verkinn.

2. Annar punktur er tengdur við líffærin. Ef þú ert með mjög mikla verki skaltu leita læknis, en ef þú ert með óþægindi í líffærunum þínum skaltu prófa að þrýsta á þennan punkt.

Sjá einnig: Hefur þú prófað að nudda þennan blett í eyranu?

3. Þriðji punkturinn er tengdur verkjum og stífleika sem á sér stað í liðum þínum. Ef þú þrýstir á þann punkt mun það létta á liðaverkjum. Ef þú ert með stöðugan verk skaltu leita læknis.

4. Fjórði punkturinn er tengdur við nefhol og háls. Með því að þrýsta á þennan punkt getur þú létt á kvefi, sýkingum og hálsbólgu.

5. Fimmti punkturinn er rétt fyrir ofan eyrnasnepilinn og er hann tengdur við meltingarkerfið. Þvottaklemman getur hjálpað þér að laga smávægileg meltingarvandamál. Einnig er hægt að gera þetta áður en þú til dæmis borðar til að koma í veg fyrir vandamálið.

Sjá einnig: Nuddaðu fætur þínar – Ótrúlega gott!

6. Eyrnasnepillinn er tengdur við höfuðið og hjartað. Þú getur minnkað þrýsting í höfðinu og aðstoðað hjartað þitt með því að þrýsta á eyrnasnepilinn.

SHARE