Sex ára stúlka hefur svarið við lífsgátunni: „Fylgdu hjartanu”

Eini munurinn á þeim sem ná árangri í lífinu og þeim sem dragast aftur úr og mistakast, er staðfesta. Þetta staðhæfir sex ára gömul stúlka í stórmerkilegri stuttmynd, sem sjá má hér að neðan og ber heitið  „The Meaning Of Life explained by 3 Graders”.

Stúlkan veltir meðal annars fram spurningum á borð við „Hversu sorglegt þætti þér að átta þig á því við endalok lífsins að þú lifðir aldrei til fullnustu?”

“Þetta er þitt líf, þú ert við stjórnvölinn” heldur stúlkan áfram. „Þú verður að fylgja hjartanu …. mikill maður eða merk kona koma aldrei til með að falla inn í hópinn því þau voru fædd til að skara fram úr.”  

Það er sem barnsleg rödd stúlkunnar þjóni sem sterk áminning þess að fylgja eigin draumum, hversu hversdagslegir eða sérstakir þeir sömu draumar og þrár eru.

„Ef það væri auðvelt að ná árangri, þá væri veröldin full af fólki sem hefur lagt að baki farsælan feril – geimförum, afreksíþróttafólki og ofurhetjum” heldur stúlkan áfram. “En það er ekki svoleiðis – þess í stað er veröldin full af fólki sem blaðrar á Facebook og spinnur upp afsakanir fyrir því að fá fleiri til að líka við eigin stöðuuppfærslur, meðan sannleikurinn er sá að þeim líkar ekki einu sinni við sjálfan sig.”

Yndisleg lítil stúlka sem hefur svarið við lífsgátunni í eigin ranni:

 

SHARE