Snemma í vikunni sagði Sharon Osbourne frá því að hún hefði fengið taugaáfall á seinasta ári. „Ég hafði gefist upp og gat ekki tekist á við neitt. Ég var mjög hrædd um hvað væri að gerast í hausnum á mér og allar hugsanirnar sem voru sífellt í huga mér,“ sagði Sharon.

Sharon sagði frá þessu og sagðist hafa rankað við sér á spítala og hafa ekki vitað neitt í sinn haus í 3 daga. „Ég vissi ekkert, ég gat ekki hugsað, gat ekki talað eða gert nokkuð. Heilinn á mér var bara í fríi,“ sagði hún.

 

Sjá einnig: Sharon og Ozzy ekki að skilja í alvöru

Sharon segir að fjölskyldan hafa reynst henni ómetanleg og staðið við hliðina á henni allan tímann. Ozzy, eiginmaður hennar, kom henni á spítala og sonur hennar, Jack, kom henni til bestu mögulegu læknanna.

 

SHARE