Þessi æðislega klassík er frá Eldhúsperlum. 

Sígildar Rice Krisipies kökur (20-25 stk):

  • 75 gr ósaltað smjör
  • 150 gr suðusúkkulaði
  • 6 msk sýróp
  • 1/4 tsk gott sjávarsalt
  • 5 bollar Rice Krispies

min_IMG_3960

Aðferð: Setjið allt í pott nema Rice krispies. Bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum, bætið korninu saman við hrærið vel þannig að súkkulaðiblandan þekji allt kornið vel. Setjið í lítil form og kælið. Þessa uppskrift má líka nota til að gera t.d kökubotn, þá er blandan sett í kökumót eða fat, svo er hægt að þekja hana með banasneiðum, þeyttum rjóma og karamellusósu.

Eldhúsperlur á Facebook

SHARE