Sigurvegarar America’s next top model – Hvar eru þær núna?

Nú þegar eitt og hálft ár er liðið frá því að 21 seríu af America’s Next Top Model lauk er loks ný sería í bígerð. Leitin að næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna er hafin þar í landi og engu máli skiptir hvurslags kynfæri umsækjendur eru með, því eins og í seinustu seríu er fólki af öllum kynjum heimilt að skrá sig til leiks. Þættirnir hafa enst lengur en flestir raunveruleikaþættir, enda verið í sýningu hjá sjónvarpsstöðum um allan heim síðan árið 2003. Við lítum nú yfir farinn veg og skoðum hvernig ferillinn hefur þróast hjá stelpunum sem hlotið hafa þennan gildishlaðna titil.

Adrianne Curry (1. sería)

Adrianne-Curry-americas-next-top-model-13669843-443-327

adrianne-curry-playboy

Adrianne Curry var fyrsti sigurvegari keppninnar og hefur ýmislegt að gera síðan hún öðlaðist titilinn, þó hún hafi ekki öðlast sérstakar vinsældir sem fyrirsæta. Tveimur árum eftir sigurinn í keppninni var hún fengin til að taka þátt í raunveruleikaþættinum The Surreal Life, þar sem hún kynntist eiginmanni sínum Christopher Knight, sem lék Peter Brady í The Brady Bunch. Þegar þau gengu í það heilaga var hann 48 ára og hún 23. Um þau hjón voru svo gerðir raunveruleikaþættirnir My Fair Brady. Þau skildu síðan árið 2012. Curry hefur setið fyrir í Playboy tvisvar og unnið víða sem þáttastjórnandi í Bandaríkjunum.

Eva Pigford (3. sería)

EVA

Sue Wong's Spring 2013 Transcendent Fashion Show

Eva Pigford (Eva Marcille) sem bar sigur úr býtum í þriðju seríunni státar heldur ekki af afburðamikilli velgengni í fyrirsætubransanum þrátt fyrir að hafa landað nokkrum sæmilega stórum verkefnum en hinsvegar hefur hún leikið í hinum ýmsu þáttum og kvikmyndum. Hún lék m.a. í Smallville, sápuóperunni The Young and the Restless og í kvikmyndinni I think I love my wife á móti Chris Rock. Leikferill hennar virðist vera á hraðri uppleið og mun Eva birtast í þremur kvikmyndum á komandi ári.

Naima Mora (4. sería)

America's Next Top Model, Cycle 4

Naima-1

Naima Mora fór heim með verðlaunin í lok fjórðu seríu. Eftir sigurinn birtist hún í ýmsum auglýsingum og tímaritum á borð við Teen People, ELLE Magazine og Us Weekly. Hún hefur síðan þá skrifað vefbókina Naima Mora: Model Behavior, leikið aukahlutverk í sjónvarpsþættinum Veronica Mars og er nú söngkona í hljómsveitinni Galaxy of Tar.

CariDee English (7. sería)

antm_caridee05_tracy_bayne

Caridee_english_by_mike_kortoci

CariDee English hélt að hún gæti aldrei orðið fyrirsæta vegna sóríasis-sjúkdómsins sem hrjáir hana en það má segja að henni hafi skjátlast mjög. Ekki aðeins vann hún sjöundu seríu af Top Model heldur hefur hún haft helling að gera allar götur síðan, bæði sem fyrirsæta og sem leikkona. Hún er einnig talsmaður sóríasis-samtaka Bandaríkjanna.

Jaslene Gonzalez (8. sería)

antm-cycle-8-winner-jaslene

Jaslene_gonzalez_by_kevin_sinclair

Jaslene Gonzalez komst ekki í lokahópinn þegar val fór fram á keppendum í sjöundu seríu, sér til mikilla vonbrigða. Hún gafst þó ekki upp heldur skráði sig aftur til leiks ári síðar og fór heim með aðalverðlaunin í áttundu seríu keppninnar. Ólíkt stallsystrum sínum í keppninni hefur hún haldið sig að mestu við fyrirsætustörf og verið mjög sigursæl á þeim vettvangi. Hún hefur m.a. prýtt heil fjögur risaskilti á Times Square.

Saleisha Stowers (9. sería)

tumblr_lpz7env1u61qjq5pbo1_500

Beach+Bunny+Swimwear+MBFW+Spring+09+Runway+YqgF8PLj83Gl

Uppi voru vangaveltur um hvort spilling hafi ráðið úrslitum þegar Saleisha Stowers vann níundu seríu af Top Model, en hún hafði þá talsvert meiri reynslu af fyrirsætustörfum en eðlilegt þykir fyrir þátttakanda í keppni sem er hönnuð í kring um að veita stúlkum tækifæri sem þær annars hefðu ekki fengið. Einnig státaði hún af nánum tengslum við Tyru Banks og hafði verið nemandi í sumarbúðum hennar og komið fram í spjallþætti hennar, The Tyra Banks show. Enginn vafi leikur þó á því að stúlkan vann fyrir sigrinum og hefur starfað sem fyrirsæta og haft fast hlutverk í sápuóperunni All My Children síðan þá.

Whitney Thompson (10. sería)

Top Model Makeovers

SCULPTRESSE_PureRed_AW13

Whitney Thompson er fyrsti og eini “plus size” keppandinn sem unnið hefur America’s Next Top Model og hefur síðan þá starfað sem fyrirsæta og athafnakona. Hún hefur meðal annars verið mynduð ásamt Rihönnu fyrirCoverGirl og birst í verkefnum fyrir JC Penney, Target, saks Fifth Avenue og Forever 21. Hún hannaði líka eigin skartgripalínu sem ber heitið Supermodel.

Nicole Fox (13. sería)

nicole-fox-antm-top-model

6a00e553838b9188330128779d42ee970c

Nicole Fox bar höfuð yfir herðar stallsystra sinna í þrettándu seríu sem tileinkuð var lágvöxnum stúlkum með fyrirsætudrauma. Fox hefði ekki mátt vera agnarögn hávaxnari en hún er í raun því umsækjendur það árið máttu alls ekki vera hærri en 170 cm á hæð. Hún hefur m.a. setið fyrir hjá Forever 21 og fyrir House of Harlow, fatalínu Nicole Richie. Árið 2011 fóru orðrómar af stað þess efnis að Fox yrði andlit vorlínu Alexander McQueen en þeir virtust vera uppspuni frá rótum. Hún hefur reynt fyrir sér í kvikmyndaleik og lék m.a. aðalhlutverkið í unglinga-dramamyndinniAshley frá árinu 2013.

Ann Ward (15. sería)

Patricia Field

Ann-Ward-antm-winners-33956504-842-1068

Ann Ward þykir eftirminnilegur keppandi fyrir þær sakir að vera langhæðst sigurvegara í Top Model, eða 188 cm á hæð. Einnig þótti hún hafa merkilega lítið mittismál en gönguþjálfarinn Miss Jay gat náð hringinn utan um mittið á henni með lófunum. Hún hefur náð að starfa sem hátískufyrirsæta í Bandaríkjunum og Evrópu og má segja að hún hafi náð miklum framförum á því sviði frá því að keppni lauk.

Lisa D’Amato (5. og 17. sería)

lisa-damato

lisa-damato-2-300

Lisa var látin fara úr keppninni í fimmtu seríu eftir að hafa sýnt af sér slæma hegðun og hélt áfram að haga sér illa eftir það, svo illa að hún birtist ekki löngu síðar í Celebrity Rehab þar sem hún barðist við að ná bata við áfengis- og kókaínfíkn. Hún fékk uppreisn æru þegar snéri aftur í All Stars seríunni og sigraði með glæsibrag. Síðan þá hefur hún landað einhverjum fyrirsætuverkefnum en er aðallega að einbeita sér að tónlistarferli sínum eins og er.

NUDE logo

Tengdar greinar:

Innlit í íbúð Tyru Banks á Manhattan

10 öflugar tilvitnanir í ósigrandi konur – Myndir

SHARE