Sinead O’Connor skrifaði sjálfvígsbréf á Facebook

Söngkonan Sinead O’Connor (48) skrifaði sjálfsvígsbréf á Facebook á sunnudag, segir í PEOPLE í dag. Það hefur verið staðfest að Sinead er þó heil á höldnu í Dublin en lögreglan

„Ég er búin að taka inn mikið af lyfjum,“ skrifaði Sinead. „Það er engin önnur leið til að öðlast virðingu. Ég er ekki heima, ég er á hóteli, einhversstaðar á Írlandi, undir öðru nafni. Ef ég myndi ekki birta þetta hérna myndi fjölskyldan mín ekki einu sinni komast að þessu. Ég gæti verið dáin í margar vikur án þess að þau myndu vita nokkuð um það.“

Í færslunni sakar söngkonan fjölskyldu sína um „hræðilega grimmd“ og talar um heilsu sína og baráttu hennar, við sína tvo fyrrum eiginmenn, um að hitta yngstu börnin hennar tvö Shane Lunny (11) og Yeshua Bonadio (8). Einnig minnist hún á son sinn Jake Reynolds (28) í færslunni.

Sinead segir að henni finnist að litið sé á hana sem „úrhrak“ og „ósýnilega“ og segir svo „þið hafið loksins losnað við mig“.

Þeir sem eru að fylgjast með söngkonunni á Facebook geta séð að það er margt búið að vera að angra hana upp á síðkastið og hún er ekki feimin við að deila því með heiminum.

Lögreglan gaf út yfirlýsingu þess efnis að Sinead hefði fundist heil á húfi.

SHARE