Sjónvarpsstöð gefur ungbörn til að ná í áhorfendur!

Sjónvarpsstöðvar í Pakistan berjast um áhorfið í  Ramadan mánuðinum. Ein sjónvarpsstöðin hefur gripið til þess ráðs að gefa ungbörn til að ná í áhorfendur.

Þáttastjórnandinn  Aamir Liaquat Hussain er búinn að gefa tvö yfirgefin ungbörn barnlausum hjónum.  Hussain sagði áhorfendum í sal í síðustu viku að þetta gullfallega stúlkubarn sem hann hélt á og sýndi þeim hefði verið hirt upp á ruslahaugunum. „Og sjáið þið bara hvað hún er falleg og saklaus“.

Síðan var barnið látið í hendurnar á yfirmanni barnahjálparinnar.

Konan sem svo fékk barnið sagði með tárin í augunum að þetta barn væri Ramadan gjöf til þeirra hjónanna. Þau hefðu reynt allt sem hægt var til að eignast barn og nú hefði það gerst.   Eiginmaðurinn sagði frá því að margir hafi hvatt sig til að skilja við konuna og fá sér aðra konu eftir fjórtán ára hjúskap. Það var oft erfitt, sagði hann.

Forstöðumaður barnahjálparinnar talaði um það í þættinum að í landi þeirra væri mikið um að börn væru skilin eftir úti á ruslahaugum og á víðavangi. Oft finnum við börnin, sagði hann og við erum að biðja fólk um að koma með börnin til okkar en bera þau ekki út.

Þessi þáttur er nefndur „Islam fer rétt að“ og segja talsmenn hans að hlutverk hans sé að hjálpa og græða sár þeirra sem eru verst settir. Ýmislegt fleira en börn hefur verið gefið í þættinum, t.d. landskikar, þvottavélar, tölvur og heima-bíó.

Baráttan um áhorfendur er hvað hörðust í föstumánuðinum.

Á síðasta ári var þáttur þar sem sýnt var þegar maður einn aflagði Búdda trú og tók upp Islam. Í öðrum þætti var rekinn út illur andi. Þættinum stjórnaði sýnignastúlka sem hafði látið mynda sig nakta og voru myndirnar birtar í indversku tímariti.

Pakistanar eru taldir vera frekar íhaldssamir og börnum sem fæðast utan hjónabands er útskúfað. Dauðarefsing liggur við því að eiga barn utan hjónabands og hundruð barna, einkum stúlkubarna eru borin út á hverjum mánuði. Samkvæmt pakistönskum lögum liggur sjö ára angelsisvist við því að bera út barn.

SHARE