Sjötug og flott Goldie Hawn

Goldie Hawn lítur frábærlega út en leikkonan er orðin 70, ótrúlegt en satt. Sást til leikkonunnar á strönd á Hawaii þar sem  hún spókaði sig um á ströndinni og buslaði í sjónum.

Sjá einnig: Þau eru alveg eins og foreldrar sínir

Goldie segist ekki borða mikið og drekka græna djúsinn sinn á hverjum degi. „Ég drekk mikið af djúsum og borða ekki mikið af mat.“ Hún segist fá öll næringarefni sem hún þarf og einnig segist hún hreyfa sig eitthvað á hverjum einasta degi. Ef hún á 15 mínútur aflögu yfir daginn, notar hún þær til að rækta líkama sinn á einhvern hátt.

Heimildir: People

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans

SHARE