Það er tilvalið að gæða sér á þessum góðu molum um jólin. Nú eða bara strax um helgina – svona fyrir þá sem geta alls ekki beðið. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Snickers smákökur

img_6182

Stökkir Marsmolar

  • 4 mars
  • 90 gr smjör
  • 60 gr Rice Krispies

Smjör og Mars brætt saman í potti við vægan hita þar til það er bráðnað saman. Þá er potturinn tekinn af hellunni og Rice Krispies bætt út í. Því næst eru mótaði litlir molar með skeið (ég lagði þá í skeiðina og mótaði þá aðeins til með fingrunum líka) og þeir lagðir á bökunarpappír. Molarnir látnir kólna. Molana þarf ekki að setja í kæli, þeir harðna og verða stökkir og góðir við stofuhita.

SHARE