Skildi 8 ára son sinn eftir á spítala

Móðir frá Utah á yfir höfði sér kæru vegna þess að hún fór með 8 ára gamlan son sinn á spítala og skildi hann þar eftir. Með honum var miði sem á stóð:

„Þessi krakki er dónalegur og það er ekki hægt að ráða við hann! Ég vil ekki hafa hann lengur á heimilinu mínu!“

 

Samkvæmt móðurinni er sonur hennar stjórnlaus, girðir niður um sig buxurnar fyrir allra augum og kallar mömmu sína tík. Móðirin á 4 önnur börn sem eru fötluð og henni fannst þetta allt mjög yfirþyrmandi en hún er ein með börnin. Hún hélt að þetta yrði til þess að hún fengi þá hjálp sem hún þyrfti á að halda en vill fá soninn aftur.

SHARE