Skilnaðarpappírum rignir inn eftir leka á Ashley Madison síðunni

Ashley Madison er heimasíða, sem er til þess gerð að gera fólki kleift að halda framhjá maka sínum í vernduðu umhverfi, eða það héldu þau, sem skráðu upplýsingar sínar á síðuna.

Fyrir nokkru gerðu stjórnendur síðunnar fólki kleift að öllum gögnum um þau yrði varanlega eytt gegn vægu gjaldi, en nú hafa hakkarar komist inn á síðuna til að flétta ofan af framhjáhöldurum heimsins. Hakkararnir hafa komist í gögn um meðlimi, sem hafa í raun aldrei verið varanlega eytt og opinberað þau.

Sjá einnig: Hrikalegar staðreyndir um framhjáhald – Myndband

Sérfræðingar telja að þetta muni verða til þess að skilnaðartíðni muni rjúka upp úr öllu valdi í kjölfarið og að nú þegar sé farið að sjá að makar þessa framhjáhaldara séu farin að taka hinn helminginn í bakaríið.

Talið er að um 128 íslendingar séu skráðir á síðunni og búast má við því að þau hin sömu þurfi að halda sér fast ef ekki á illa að fara.

 

Screen Shot 2015-08-21 at 13.37.51

Sjá einnig: Konur og karlar líta framhjáhald mjög ólíkum augum

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=HjQBOYvq1iA&ps=docs

 

 

SHARE