Sláandi auglýsing til að stöðva mansal.

End it movemen samtök stofnana og samtaka sem eiga það sameiginlegt að berjast gegn mansali, hefur sett á netið nýtt myndband sem sýnir hóp kynlífsþræla sem keyrðir eru um í sýnilegum vagni, sem vekur athygli og sjokkerandi viðbrögð áhorfenda. Samtökin eru undir stjórn Louie Giglio prests Passion City kirkjunnar í Atlanta.

Við viljum varpa ljósi á þrælahald. Ekki meiri ánauð. Ekki meira kynlífsmansal. Ekki meiri barnaþrælkun. Ekki meira, byrjum núna, segir í yfirlýsingu samtakana. Þrælahald viðgengst ennþá. Við viljum að allir menn, konur og börn viti að það eru 27 milljónir manna, kvenna og barna alveg eins og þau sem búa við ánauð, eru þrælar, í 161 landi þar á meðal okkar eigin. Í hóruhúsum, verksmiðjum, námum.

Þrælahald er rangt.

 

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”qMyExi2q-ZI”]

SHARE