Þessi frumlega uppskrift er frá Eldhúsperlum

min_IMG_4588

Smjördeigssnúðar með sultuðum rauðlauk og fetaosti:

  • 2 pakkar frosið smjördeig, t.d Findus
  • Dijon Sinnep
  • 4-6 rauðlaukar (fer eftir stærð)
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1 msk smátt saxað ferskt timian eða 1 tsk þurrkað
  • 2 msk smjör
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar
  • 3 msk balsamikedik (eða meira eftir smekk)
  • 1 fetakubbur

min_IMG_4557Aðferð: Skerið laukinn í þunnar sneiðar, saxið hvítlaukinn smátt og saxið timían.min_IMG_4550Hitið pönnu yfir meðalhita og bræðið smjörið. Bætið lauknum á pönnuna ásamt timían, saltið og piprið og steikið þar til laukurinn er orðinn vel mjúkur og hefur minnkað um ca. helming.Getur tekið um 20 mínútur. Bætið þá balsamikediki á pönnuna og blandið vel saman við laukinn. Leyfið edikinu að sjóða niður í 5 mínútur, gæti þurft að hækka aðeins hitann. Smakkið til með salti, pipar og ediki.IMG_4578

Takið af hitanum og kælið aðeins þar til laukurinn er stofuheitur. Hitið ofninn á meðan í 180 gráður með blæstri annars 200 gráður. Takið smjördeigið úr öðrum pakkanum og leggið plöturnar saman þannig að þær skarist aðeins. Fletjið þær út á hveitistráðu borði. Smyrjið þunnu lagi af dijon sinnepi á smjördeigið, dreifið helmingnum af lauknum jafnt yfir og myljið helminginn af fetakubbnum yfir. Rúllið upp og skerið í ca. 1,5 cm þykkar sneiðar.

IMG_4582

Leggið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið þar til gullinbrúnir og eldaðir í gegn, 12-14 mínútur. Kælið snúðana á grind og berið fram stofuheita.

min_IMG_4590

Ef snúðana á að frysta er ekkert mál að skella þeim í 180 gráðu heitan ofn í 5-10 mínútur og þá verða þeir eins og nýjir aftur.

SHARE