Spæsað hnetumix – Uppskrift

Hvort sem þú ert heima, í vinnu, skóla eða hvar sem er þá á gott nasl alltaf vel við. Ég kýs að gera mínar hnetublöndur/stúdentamix sjálf og þetta spæsaða hnetumix er í miklu uppáhaldi. Svo er það líka alveg skuggalega einfalt!

100 gr. möndlur

100 gr. valhnetur

100 gr. kasjúhnetur

1 tsk chilliduft

1/2 tsk cumin

1/2 tsk pipar

Smá salt

1 msk olía

 

Aðferð

1. Ristið hneturnar á þurri pönnu (passa að brenna ekki)

2. Blandið chillidufti, cumin, pipar og salti saman í skál

3. Slökkvið undir pönnunni og veltið hnetunum upp úr olíunni

4. Stráið kryddblöndunni yfir og blandið vel saman

 

SHARE