Staðreyndir um góðkynja ber í brjóstum

Góðkynja ber er yfirleitt bandvefsþykkildi í brjóstvefnum. Þetta kallast fibroadenomatose. Þriðja hver kona er með þetta að einhverju leyti. Fimmta hver kona er á stundum hrjáð af þessu.

Brjóstakrabbamein er með réttu ógnvekjandi sjúkdómur, sem skyggir á þá staðreynd að langflest ber sem finnast og eru fjarlægð, eru góðkynja.

Er ennþá hægt að stunda sjálfsskoðun á brjóstum sínum?

Bandvefsþykkildi er ein af ástæðum þess að margar konur gefast að meira eða minna leyti upp á að skoða brjóst sín, vegna þess að það getur verið erfitt að þreifa hnútóttan vefinn og reyna að ráða í hvað er hvað. Það er miður því að sjálfskoðunin er einmitt mikilvægur liður í að uppgötva krabbamein á frumstigi.

Enginn þekkir brjóstin betur en konan sjálf. Hún ert vön að sjá þau, og ætti líka að vera vön að koma við þau. Því ætti hún einnig að vera fær um að taka eftir því, hvort breytingar verða á vefnum, ekki til að sjúkdómsgreina eða meta hvort það sem finnst er í lagi eða vafasamt, heldur til að fylgjast með breytingum, svo að hægt sé að rannsaka þær nánar, til dæmis með brjóstamyndatöku. Reynsla annarra hefur staðfest að enginn er betur til þess fallinn.

Sjá einnig: 6 venjulegir hlutir sem auka líkur á brjóstakrabbameini

Bandvefsþykkildi – hvernig er tilfinningin?

Bandvefsþykkildi kemur yfirleitt fram í konum á fertugsaldri. Það getur lýst sér með verkjum, spennutilfinningu, eymslum og þrota í brjóstum, sérstaklega rétt fyrir blæðingar. Eftir að blæðingar byrja minnkar spennan yfirleitt fljótt og auðveldara verður að þreifa brjóstvefinn.

Ef þreifað er á brjóstum með bandvefsþykkildi, geta fundist svæði með óreglulegum hnútóttum breytingum, jafnvel litlum afmörkuðum svæðum með vökva – blöðrum – eða fastari svæðum, sem afar erfitt að átta sig á.

Hvað getur læknirinn gert?

Ef mikið er um breytingar með bandvefsþykkildi er líklegt að læknirinn mæli með brjóstamyndatöku. Þrátt fyrir að þessi skoðun gefi heldur ekki glöggar upplýsingar, ef um er að ræða útbreitt bandvefsþykkildi, er hún samt ágætis viðbót við sjálfsskoðun og læknisskoðun.

Bandvefsþykkildi er ekki hægt að fjarlægja sem slíka. En ef þetta er verulega til ama kemur til greina að beita lyfjameðferð. Það er sama meðferð og beitt er við kvalafullumn þrota í brjóstum. Það kallast cyklisk mastalgi.

Til eru áhrifarík lyf sem geta minnkað óþægindin, en margar konur hætta notkun þeirra vegna aukaverkana áður en þær finna árangur.

Stök góðkynja ber – hvað eru þau?

Góðkynja ber geta einnig myndast stök.

Þau eru yfirleitt vel afmörkuð, slétt, þétt og eymslalaus. Þau tengjast hvorki húð né neðri vef og finnast fyrir tilviljun. Þess háttar æxli hafa margar konur látið fjarlægja um árabil, og sem betur fer eru þau alla jafna góðkynja.

Vökvaæxli – hvað eru þau?

Vökvaæxli – slétt blaðra, sem inniheldur vökva – finnst yfirleitt greinilega. Þessi æxli á einnig að rannsaka nánar, með myndatöku og hugsanlega að tappa af blöðrunni. Þess háttar blöðrur myndast sjaldnast aftur eftir að tappað hefur verið af þeim og lofti blásið í þær.

Það er lítið, sem hægt er að gera til að fyrirbyggja slíkar breytingar á brjóstunum. En vitað er með vissu að Getnaðarvarnapillur minnka hættuna á að góðkynja hnútar myndist í brjóstum.

Lestu fleiri áhugaverðar greinar á doktor.is logo

SHARE